Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Drekadalur - Þroskaþjálfi

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík auglýsir eftir drífandi þroskaþjálfa í 100% starf næsta skólaár 2024/205 eða eftir nánari samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags FL félags leikskólakennara.

Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum. Í Drekadal verður lögð áhersla á samvinnu og nýtingu mannauðs ásamt leik barna sem verður gert hátt undir höfði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barna með sérþarfir.
  • Gerir áætlanir, sinnir þjálfun, leiðsögn og stuðningi barna með sérþarfir í nánu samstarfi við sérkennslustjóra.
  • Er í samstarfi við foreldra, fagaðila og sérkennslustjóra um velferð barnsins.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfa og starfsleyfi sem slíkur.
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg.
  • Reynsla af teymisvinnu æskileg.
  • Einlægur áhugi  á að vinna með börnum og fyrir velgengni allra barna.
  • Færni, sveigjanleiki, samstarfshæfni og lipurð í samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður.
  • Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt3. júní 2024
Umsóknarfrestur17. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar