

Dönskukennari í Lindaskóla
Lindaskóli óskar eftir dönskukennara skólaárið 2023-2024
Lindaskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum um 450 nemendur í 1. -10. bekk og 90 starfsmenn. Þar ríkir góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna er milli skólans og heimila í nærumhverfinu. Mikil áhersla er lögð á upplýsingatækni og fjölbreytta kennsluhætti.
Upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu Lindaskóla.
Gildi Lindaskóla eru vinátta, virðing, viska.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og réttindi til kennslu
- Reynsla af dönskukennslu á unglingastigi er æskileg
- Góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
- Frumkvæði og metnaður í vinnubrögðum
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi umhverfi
- Þolinmæði og hæfni í samskiptum
- Stundvísi og samviskusemi
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Bent er á að samkvæmt lögum verða allir umsækjendur sem ráðnir eru í grunnskólum Kópavogsbæjar að gefa heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri, gudrungh@kopavogur.is og í síma 441-3000/862-8778.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef alferd.is
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.











