Lindaskóli
Lindaskóli
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Lindaskóli

Dönskukennari í Lindaskóla

Lindaskóli óskar eftir dönskukennara skólaárið 2023-2024

Lindaskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum um 450 nemendur í 1. -10. bekk og 90 starfsmenn. Þar ríkir góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna er milli skólans og heimila í nærumhverfinu. Mikil áhersla er lögð á upplýsingatækni og fjölbreytta kennsluhætti.

Upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu Lindaskóla.

Gildi Lindaskóla eru vinátta, virðing, viska.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu
  • Reynsla af dönskukennslu á unglingastigi er æskileg
  • Góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
  • Frumkvæði og metnaður í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi umhverfi
  • Þolinmæði og hæfni í samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Bent er á að samkvæmt lögum verða allir umsækjendur sem ráðnir eru í grunnskólum Kópavogsbæjar að gefa heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri, gudrungh@kopavogur.is og í síma 441-3000/862-8778.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef alferd.is

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Auglýsing stofnuð23. maí 2023
Umsóknarfrestur6. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Núpalind 7
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.