Deildarstjóri Öryggisþjónustu
Við leitum að metnaðarfullum deildarstjóra til að leiða eina af lykil deildum Öryggismiðstöðvarinnar. Deildarstjóri öryggisþjónustu spilar lykilhlutverk í vexti, stjórnar teymi öflugra sérfræðinga/starfsmanna og ber ábyrgð á rekstri einingarinnar.
Stjórnun teymis: Ráða, þjálfa og styðja við teymi sérfræðinga, stjórna teymisvinnu og stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu
Umsjón rekstrar: Þroska og þróa tekjustoðir, greiningar og eftirfylgni á fjárhagslegum mælikvörðum og innleiða nýjar leiðir til að auka hagkvæmni
Stefnumótun: Vinna með framkvæmdastjóra og yfirstjórnendum í að þróa og innleiða stefnur deildarinnar til lengri tíma
Viðskiptatengsl: Byggja upp og viðhalda sterku sambandi við lykil viðskiptavini og tryggja ánægju viðskiptavina og áframhaldandi viðskipti.
Markaðsgreiningar: Vera upplýstur / upplýst um stöðu markaðar, strauma og stefnur og greina ný viðskiptatækifæri
Gæðaeftirlit: Tryggja að starfsemi deildarinnar sé að fullu í samræmi við kröfur viðskiptavina, lög og reglur fyrirtækisins
Leiðtogahæfni: Sýna fram á framsækni og hæfni í mannlegum samskiptum, markmiðasetningu og sjá til þess að teymið nái settum markmiðum
Háskólagráða sem nýtist í starfi, MBA eða meistaranám er kostur
Reynsla af stjórnun og uppbyggingu teyma
Greiningarhæfni, færni í fjármálum fyrirtækja og stefnumótun
Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
Þekking á Business Central og reynsla af CRM kerfum er kostur