Stykkishólmsbær
Stykkishólmsbær

Deildarstjóri við Tónlistarskóla

Deildarstjóri við Tónlistarskóla Stykkishólms

Deildarstjóri er hluti stjórnendateymis grunnskóla og tónlistarskóla bæjarins.

Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir tónlistarmenntun barna og unglinga, sem hefur öfluga faglega sýn á skólastarfið, hlutverk og samvinnu stjórnendateymisins við skólana og uppbyggingu skólastarfsins sem hvetjandi starfsumhverfis fyrir nemendur og starfsfólk.

Mikilvægt er að viðkomandi sé opinn fyrir nýjungum í þróun skólans. Deildarstjóri er með kennsluskyldu.

Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun tónlistarkennara (tónl.kenn. III skv. kjarasamn. FT/FÍH) eða meiri er æskileg
Æskilegt er að umsækjandi hafi færni og reynslu af gítarkennslu
Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu sem snýr að skólaþróun, stjórnun, rekstri og stjórnsýslu tónlistarskóla
Færni á tölvur og spjaldtölvur nauðsynleg
Stjórnunarhæfileikar og leiðtogafærni, þ.m.t. hæfni til að leiða hóp og skapa hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Skýr framtíðarsýn í skólamálum og árangurs- og lausnamiðuð nálgun í starfi
Einlægur áhugi á metnaðarfullu skólastarfi, frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni
Helstu verkefni og ábyrgð
Að vera hluti stjórnendateymis grunnskóla og tónlistarskóla og taka þátt í því að stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi tónlistarskólans og veita honum faglega forystu á sviði tónlistarkennslu og þróunar
Kennsla við tónlistarskólann
Tekur sem hluti stjórnendateymis þátt í mannauðsstjórnun við tónlistarskólann með það að markmiði að byggja upp öfluga og árangursríka vinnustaðamenningu í skólanum
Tekur sem hluti stjórnendateymis þátt í samstarfi aðila skólasamfélagsins og mótun framtíðarsýnar
Þátttaka í forystu við að skapa hvetjandi umhverfi sem eflir áhuga nemenda og árangur
Auglýsing birt19. mars 2021
Umsóknarfrestur14. apríl 2021
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hafnargata 3, 340 Stykkishólmur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar