
Deildarstjóri unglingadeildar Grunnskólans í Þorlákshöfn
Við í Grunnskólanum í Þorlákshöfn leitum að deildarstjóra unglingadeildar. Um 80% stöðu er að ræða og 20% kennslu samhliða. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2025. Deildarstjóri starfar í fjögurrra manna stjórnendateymi skólans við daglega stjórnun og faglega forystu. Í skólanum eru um 280 nemendur og starfsmenn eru um 60. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar og teymiskennslu. Auk þess sem unnið er að innleiðingu leiðsagnarmats. Þá tekur skólinn þátt í verkefninu um Grænfána og Heilsueflandi skóla. Einunnarorð skólans eru vinátta, viðring og velgengni. Viltu vita meira? Kíktu þá á heimasíðuna okkar: https://olfus.is/grunnskolinn
Helstu verkefni deildarstjóra og ábyrgð:
· Veita faglega forystu um skólastarf og skólaþróun í samvinnu við aðra stjórnendur og kennara.
· Vinnur að mótun og framkvæmd stefnu skólans.
· Heldur utan um kennsluþörf og stoðþjónustu nemenda í 8. – 10. Bekk í samvinnu við aðra stjórnendur.
· Stýrir vinnu í nemendateymum á unglingastigi.
· Heldur utan um valgreinar í unglingadeild.
· Stýrir starfi nemendaráðs.
· Stýrir stigsfundum og starfi í unglingadeild í samvinnu við kennara á unglingastigi.
· Önnur verkefni sem skólastjóri felur honum.
· Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
· Reynsla af kennslu á unglingastigi.
· Reynsla af þróunarstarfi og faglegri forystu.
· Færni í fjölbreyttum kennsluaðferðum.
· Þekking á Uppeldi til ábyrgðar, leiðsagnarnámi og innra mati skóla.
· Góð tækniþekking og hæfni til teymisvinnu.
· Áhugi og metnaður til að þróa og efla skólastarf.
· Góð kunnátta í íslensku og ensku.
· Frumkvæði, góð samskiptafærni og skipulagshæfileikar.
· Reglusemi og stundvísi.




















