Fossvogsskóli
Fossvogsskóli
Fossvogsskóli

Deildarstjóri stoðþjónustu

Fossvogsskóli er hverfisskóli staðsettur í Fossvogsdalnum þar sem eru greiðar göngu- og hjólaleiðir í ein fallegustu útivistarsvæði borgarinnar; Elliðaárdalinn og Nauthólsvíkina. Nemendafjöldi er um 350 í 1. – 7. bekk og starfsmenn eru rúmlega 50.

Fossvogsskóli hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Hann er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar og verkefni um Heilsueflandi grunnskóla og vinnustaðar. Í skólanum er unnið með læsi á fjölbreytilegan máta og byggt er á teymiskennslu og samvinnu. Fossvogsskóli vinnur í anda Uppeldis til ábyrgðar og áhersla er á verk- og listgreinar, útivist og fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf.

Við leitum að framsæknum einstaklingi sem hefur færni til að leiða stoðþjónustu skólans í öflugu stjórnendateymi veturinn 2025 - 2026. Deildarstjóri gegnir mikilvægu hlutverki í að móta góðan skólabrag og samstarfsvettvang skóla og samfélags. Deildarstjóri tekur þátt í mótun framtíðarstefnu skólans í samræmi við aðalnámskrá, menntastefnu Reykjavíkurborgar og hugmyndafræði skólans.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir hennar endurspegli það margbreytilega samfélag sem hún er.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Helen Eiðsdóttir, skólastjóri í síma 697-7733 eða [email protected]


Staðan er laus frá 1. ágúst 2025 og ráðið er í 100% starfshlutfall. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til að með 29. júlí nk.

Umsókn skal fylgja ferilskrá um menntun, fyrri störf og stjórnunarreynslu ásamt kynningarbréfi umsækjenda þar sem einnig koma fram hugmyndir um þróun skólastarfs.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Skipuleggja og stýra fyrirkomulagi stoðþjónustu fyrir nemendur með sérþarfir.

- Vera í forystu um gerð einstaklingsnámsskráa og vera ráðgefandi aðili við gerð þeirra.

- Leiðbeina stuðningsfulltrúum í samstarfi við umsjónarkennara.

- Gera stundatöflur stuðningsfulltrúa í samráði við deildarstjóra og kennara.

- Stýra fundum nemendaverndarráðs og lausnateymis og vera í samskiptum við fulltrúa.

- Aðstoða umsjónarkennara til að vera í samstarfi við heimili, skóla og stoðþjónustu vegna nemenda með sérþarfir.

- Vera tengiliður samþættingar.

- Halda utan um niðurstöður greininga/skimana í samráði við deildarstjóra fagstarfs, skipuleggja og fylgja eftir inngripum í kjölfar skimana og greininga.

- Hafa eftirfylgd með sértækum verkefnum innan stoðþjónustunnar sem tengjast nemendum.

Menntunar- og hæfniskröfur

- Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari og kennslureynsla í grunnskóla.

- Menntun á sviði stjórnunar og sérkennslu æskileg.

- Reynsla á sviði stjórnunar og faglegrar forystu í menntastofnun.

- Afbragðs færni í samskiptum við nemendur, foreldra og samstarfsfólk.

- Frumkvæði, leiðtogahæfni, lausnamiðun og góðir skipulagshæfileikar.

- Faglegur metnaður og áhugi á að starfa með börnum.

- Mjög góð íslenskukunnátta og færni til að miðla upplýsingum.

Auglýsing birt15. júlí 2025
Umsóknarfrestur29. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Haðaland 26, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar