Deildarstjóri sérkennslu við Eskifjarðarskóla
Leitað er að lausnamiðuðum leiðtoga til að annast skipulagningu sérkennslu í skólanum.
Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks. Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 150 nemendur. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.
Í Eskifjarðarskóla er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Skólinn fylgir eineltisáætlun og vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Á yngstastigi er kennt samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru þekking, virðing, færni og áræði.
Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.grunnesk.is.
Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Þar er góður leik- og grunnskóli. Í Fjarðabyggð er öflugt íþrótta- og tómstundastarf og ókeypis samgöngur innan Fjarðabyggar. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Ein besta sundlaug á Íslandi er á Eskifirði.
- Annast skipulagningu sérkennslu í skólanum og aðstoða stjórnendur við stefnumörkun
- Yfirumsjón með umsóknum um frávik og undanþágur fyrir nemendur með sérþarfir
- Starfa í stjórnendateymi skólans
- Starfa náið með starfsfólki á fjölskyldusviði
- Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
- Reynsla af sérkennslu æskileg
- Viðbótarmenntun í sérkennslu æskileg
- Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði
- Vinnutímastytting
- Íþrótta- og tómstundarstyrkur