
Fífusalir
Heilsuleikskólinn Fífusalir stendur við Salaveg 4 í Kópavogi og er sex deilda leikskóli fyrir 106 börn. Leikskólinn er fyrsta stig skólakerfisins og upphaf formlegrar menntunar einstaklinga. Við í Heilsuleikskólanum Fífusölum veitum öllum börnum tækifæri til að njóta bernsku sinnar. Áhersla er lögð á að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum til að styrkja sjálfsmynd þess. Í starfi leikskólans mynda hugtökin uppeldi, umönnun og menntun eina heild þar sem börnunum er sýnd virðing og umhyggja.
Kennarar Fífusala starfa eftir hugmyndafræði John Dewey og Berit Bae. Dewey leggur mikið upp úr lýðræðislegum kennsluaðferðum og uppgötvunarnám. Samkvæmt Bae eru samskipti okkar helsta verkfæri til náms, því er mikilvægt að kennarar og börn séu meðvituð um samskipti sín á milli og hlúi vel að þeim. Einkunnarorð Fífusala, virðing – uppgötvun – samvinna, eru sprottin af þessari hugmyndafræði. Þau eiga við bæði börn og kennara og marka allt daglegt starf.

Deildarstjóri óskast í tímabundna stöðu
Heilsuleikskólinn Fífusalir er 6 deilda leikskóli í Salahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 35 manns með 105 börnum. Leikskólinn er Heilsuleikskóli og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttir. Einnig er unnið eftir kenningum John Dewey og Berit Bae.
Frábær starfsmanna- og barnahópur.
Athygli er vakin á því að í Kópavogsbæ er 6 tíma gjaldfrjáls leikskóli ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilviku, milli jóla og nýárs og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)
Einkunnarorð skólans eru: Virðing - Uppgötvun - Samvinna
Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á http://fifusalir.kopavogur.is/
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og skipulagning deildar
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn og umönnun eftir þörfum
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
- Starfið felur í sér náið samstarf við aðra stjórnendur skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun
- Reynsla af vinnu með börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Frítt í sund
- Styttri vinnuvika
- Frír matur
Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Salavegur 4, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sjálandsskóli óskar eftir kennara í smíði og nýsköpun
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara á miðstig
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara á yngsta stig
Garðabær

Enskukennari í Garðaskóla
Garðabær

Stærðfræðikennari í Garðaskóla
Garðabær

Dönskukennari í Garðaskóla
Garðabær

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Náms-og kennslustjóri stoðþjónustu og tengiliður farsældar
Austurbæjarskóli

Kennarar í 7. - 10. bekk í Kópavogsskóla
Kópavogsskóli

Leikskólakennari
Leikskólinn Jöklaborg

Hjúkrunardeildarstjóri bráðalyflækningadeildar
Landspítali

Tónmenntakennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ