Lækur
Lækur
Lækur

Deildarstjóri óskast í Læk

Lækur er sex deilda leikskóli staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum.

Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnum. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti. Lækur er vináttuleikskóli sem vinnur með Blæ-vináttuverkefni í samvinnu við Barnaheill. Allar deildir vinna með Lubbi finnur málbein.

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, umhyggja og virðing.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
 • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
 • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans.
 • Skipuleggur og vinnur að einstaklingsmiðuðu uppeldi og menntun barnanna í samstarfi við samstarfsfólk.
 • Ber ábyrgð á og tekur þátt í skipulagi og verkefnum deildarinnar/skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
 • Reynsla af vinnu með börnum.
 • Reynsla af stjórnun er kostur.
 • Frumkvæði í starfi.
 • Góð samskiptahæfni.
 • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Vinnutímastytting að hluta til notuð í vetrar-, páska- og jólafrí

Auglýsing stofnuð31. maí 2024
Umsóknarfrestur21. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Dalsmári 21, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar