

Deildarstjóri óskast á Hlaðhamra
Leikskólinn Hlaðhamrar, Mosfellsbæ leitar að deildarstjóra.
Á Hlaðhömrum eru 60 börn á aldrinum 2ja til 5 ára. Sérstakar áherslur í leikskólastarfinu eru gæði í samskiptum og skapandi starf. Er þar fyrst og fremst horft til hugmynda Loris Malaguzzi, stefna sem nefnd hefur verið Reggiostefnan. Markmiðið er að leikskólabörnin öðlist sterka sjálfsvitund, hæfni í samskiptum, skapandi færni og frjóa hugsun. Lykilorð í allri samvinnu og samstarfi Hlaðhamra er virðing.
Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu og í samræmi við námsskrá skólans.
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur sambærileg menntun
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Frumkvæði og metnaðurí starfi
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla í starfi með leikskólabörnum.
Full vinnustytting er komin á og að jafnaði hættir starfsfólk kl 14:00 á föstudögum, auk þess að fá vetrarfrí, jólafrí og páskafrí líkt og tíðkast í grunnskólum.
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Forgangur barna í leikskóla
- Sundkort












