Deildarstjóri - Leikskólinn Vesturkot
Leikskólinn Vesturkot óskar eftir að ráða deildarstjóra.
Um er að ræða 100% starf. Reiknað með að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst eða samkvæmt samkomulagi.
Leikskólinn Vesturkot er þriggja deilda að verða fjögra deilda, staðsettur á Holtinu þar sem stutt er í ósnortna náttúruna. Stefna leikskólans tekur mið af lærdómsamfélaginu þar sem áhersla er lögð á að allir séu virkir þátttakendur í að móta og þróa skólastarfið. Einkunnarorð leikskólans eru lífsgleði, leikur og leikni. Við eflum lífsgleði með jákvæðu viðhorfi og samskiptum, aukum leikni og færni í gegnum leikinn og að nemendur fái að takast sjálf á við verkefnin með okkar stuðningi. Unnið er samkvæmt SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæð og uppbyggileg samskipti.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni
Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf sem kennari (Leyfisbréf fylgi umsókn)
Reynsla af sambærilegu starfi kostur
Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
Góð tölvukunnátta
Góð íslenskukunnátta