

Deildarstjóri - Leikskólinn Stekkjarás
Við leitum að deildarstjóra í öflugan hóp stjórnenda þar sem lögð er áhersla á samvinnu innan hópsins en jafnframt að hver og einn deildarstjóri fái sjálfstæði og svigrúm til að þróa sína deild í anda starfsaðferða skólans.
Leikskólinn Stekkjarás er átta deilda og er staðsettur í Áslandshverfinu. Leikskólinn starfar eftir aðferðum Reggio Emilia og einkunnarorð leikskólans eru "Hugmyndir barnsins - verkefni dagsins"
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.












































