

Deildarstjóri kjaradeildar
Landspítali auglýsir eftir öflugum einstaklingi, með mikla reynslu af kjara- og mannauðsmálum, til að leiða kjaradeild spítalans. Á deildinni er unnið að gerð og eftirfylgni stofnanasamninga, túlkun og framkvæmd kjarasamninga og mótun verklags við launasetningu starfa og starfsfólks. Starfsfólk deildarinnar situr í samstarfsnefndum hátt í 30 stéttafélaga innan spítalans og vinnur að samskiptum við þau félög og kjaraþróun viðkomandi starfsmannahópa.
Á kjaradeild starfa 5 einstaklingar og tilheyrir deildin rekstrar- og mannauðssviði. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri rekstrar- og mannauðssviðs.
Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir málstað spítalans og hefur þekkingu og reynslu af starfssviðinu. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust 1. september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.




















































