Skaftárhreppur
Skaftárhreppur

Deildarstjóri Kirkjubæjarskóla

Nýr sameiginlegur skóli á Kirkjubæjarklaustri, Kirkjubæjarskóli, óskar eftir að ráða áhugasaman og drífandi einstakling í stöðu deildarstjóra grunnskóla. Um fullt starf er að ræða með 50% stjórnunarumfangi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Faglegur leiðtogi innan skóla og staðgengill skólastjóra
  • Stuðla að framþróun og nýbreytni í kennsluháttum
  • Virk þátttaka í daglegri stjórnun skólans
  • Utanumhald með forföllum og leyfum starfsmanna skólans í samvinnu við skólastjóra
  • Samskipti og samstarf við foreldra og aðra hagaðila
  • Þátttaka í gerð skólanámskrár, starfsáætlunar og mati á skólastarfi í samvinnu við stjórnendateymi skólans og skólasamfélagið

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
  • Sérhæfing á grunnskólastigi er æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð

Í Kirkjubæjarskóla verða um 50 nemendur í 1.-10. bekk skólaárið 2024-2025 og er tveimur til þremur árgöngum kennt saman. Skólinn er Heilsueflandi grunnskóli og starfar samkvæmt hugmyndafræði Jákvæðs aga.

Einkunnarorð skólans eru kærleikur-bjartsýni-samvinna og er lögð áhersla á að þau orð einkenni skólastarfið. Nánari upplýsingar um Kirkjubæjarskóla má finna á www.kbs.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Auglýsing stofnuð27. júní 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Klausturvegur 4, 880 Kirkjubæjarklaustur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar