Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Deildarstjóri innkaupastýringar

Vilt þú móta framtíðina með okkur?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða til sín öflugan leiðtoga með skýra framtíðarsýn þar sem frumkvæði og drifkraftur fá að njóta sín. Leitað er að drífandi einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og einstakri þjónustulund. Deildarstjóri innkaupastýringar heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs og vinnur náið með stjórnendateymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins þar sem starfa um 1.000 starfsmenn. 15 heilsugæslustöðvar tilheyra stofnuninni en auk þess eru átta starfsstöðvar á sviði geðheilsu og átta aðrar sérþjónustur.

Starfið felur í sér virka þátttöku í breytingum sem eru framundan í innkaupastýringu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Meginhlutverk Innkaupastýringar er að leggja grunn að hagkvæmum og ábyrgum innkaupum. Einnig að tryggja að innkaup séu samræmd, gagnsæ, rekjanleg og að hagkvæmni sé gætt í hvívetna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Yfirumsjón með innkaupum og dagleg stjórnun innkaupastýringar.
  • Skipuleggja, samræma og stjórna innkaupum.
  • Þátttaka í mótun og innleiðingu innkaupastefnu og innkaupareglna.
  •  Skilvirk innkaup og mótun innkaupaferla.
  • Samskipti við innlenda og erlenda birgja.
  • Gerð innkaupasamninga og umsjón með útboðum.
  • Eftirlit með birgðastöðu og gerð innkaupaáætlana.
  • Skýrslugerð, greiningar og skilgreining árangursmælikvarða.
  • Starfið felur í sér mikil samskipti við stjórnendur, innlenda og erlenda birgja og ýmsa aðra samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða kostur.
  •  Leiðtogahæfni og árangursrík reynsla af innkaupum, útboðum og vörustjórnun.
  • Góð greiningarhæfni með áherslu á kostnarstýringu og skilvirkni.
  •  Góð tölvufærni og reynsla af innkaupakerfum.
  •  Framúrskarandi þjónustulund, samskipta- og skipulagshæfni og jákvætt hugafar.
  •  Kunnátta til að greina og miðla upplýsingum með greinargóðum og skýrum hætti.
  •  Mjög gott vald á íslensku og ensku er skilyrði.
Auglýsing birt26. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BirgðahaldPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar