Leikskólinn Engjaborg
Leikskólinn Engjaborg

Deildarstjóri í Engjaborg

Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólann Engjaborg.

Við leitum að frábærum deildarstjóra til að leiða deildastarf og eiga í góðu samstarfi við aðrar deildir leikskólans.

Engjaborg er fjögurra deilda leikskóli í Grafarvogi. Í Engjaborg er lögð áhersla á nám og velferð barna þar sem allir eru mikilvægir og hafa sömu réttindi. Námið fer fram í gegnum leikinn og lögð er áhersla á virkni og þátttöku allra. Í öllu starfi okkar leggjum áherslu á styrkleika barna og áhugasvið þeirra og að ólíkar aðferðir henti ólíkum aðilum.

Gildi Engjaborgar eru Vellíðan – Virðing - Sköpun

Um er að ræða 100% starf.

Til að sækja um starfið ýtið á þennan hlekk Sækja um

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt lögum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla, stefnu og skipulagi.
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans á deildinni.
  • Annast daglega verkstjórn á deild, skipulagningu, framkvæmd og mati deildarstarfs.
  • Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og samvinnu við foreldra.
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna á deildinni.
  • Er í stjórnendateymi leikskólans og tekur þátt í gerð skólanámskrár, starfsáætlunar og þróunarverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara.
  • Reynsla af leikskólastarfi æskileg 
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Sundkort
  • Menningarkort
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Hádegismatur
Auglýsing birt8. desember 2025
Umsóknarfrestur20. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reyrengi 11, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar