
Leikskólinn Engjaborg
Leikskólinn Engjaborg stendur við Reyrengi 11 í Grafarvogi í Reykjavík. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Þar dvelja að jafnaði um 70 börn á fjórum deildum.
Gildi Engjaborgar eru vellíðan, virðing og sköpun
Deildarstjóri í Engjaborg
Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólann Engjaborg.
Við leitum að frábærum deildarstjóra til að leiða deildastarf og eiga í góðu samstarfi við aðrar deildir leikskólans.
Engjaborg er fjögurra deilda leikskóli í Grafarvogi. Í Engjaborg er lögð áhersla á nám og velferð barna þar sem allir eru mikilvægir og hafa sömu réttindi. Námið fer fram í gegnum leikinn og lögð er áhersla á virkni og þátttöku allra. Í öllu starfi okkar leggjum áherslu á styrkleika barna og áhugasvið þeirra og að ólíkar aðferðir henti ólíkum aðilum.
Gildi Engjaborgar eru Vellíðan – Virðing - Sköpun
Um er að ræða 100% starf.
Til að sækja um starfið ýtið á þennan hlekk Sækja um
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt lögum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla, stefnu og skipulagi.
- Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans á deildinni.
- Annast daglega verkstjórn á deild, skipulagningu, framkvæmd og mati deildarstarfs.
- Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og samvinnu við foreldra.
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna á deildinni.
- Er í stjórnendateymi leikskólans og tekur þátt í gerð skólanámskrár, starfsáætlunar og þróunarverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara.
- Reynsla af leikskólastarfi æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- Sundkort
- Menningarkort
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Hádegismatur
Auglýsing birt8. desember 2025
Umsóknarfrestur20. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Reyrengi 11, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaFrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniMannleg samskiptiUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Skóla- og frístundaliði í Skarðsel - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Sérkennari eða þroskaþjálfi - Leikskólinn Stekkjarás
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsfulltrúi
Árbæjarskóli

Stærðfræðikennari óskast frá og með 1. janúar 2026
Árbæjarskóli

Leikskólastjóri
Sveitarfélagið Strandabyggð

Leikskólakennarar / leiðbeinendur – Vinabær og Araklettur
Vesturbyggð

Frístundaleiðbeinandi með umsjón (stuðningur) - Frístundaheimilið Úlfabyggð
Dalskóli

Íþrótta- og verkefnastjóri Breiðabliks
Breiðablik

Frístundaleiðbeinandi í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Sérkennari eða þroskaþjálfi í Núp
Núpur

Urriðaholtsskóli óskar eftir umsjónarkennurum á yngsta stig
Urriðaholtsskóli

Leikskólinn Drekadalur - Kennarar
Reykjanesbær