Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Deildarstjóri Hjúkrunar- og sjúkradeildar

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða kraftmikinn leiðtoga á hjúkrunar- og sjúkradeild á Patreksfirði. Hjúkrunardeildarstjóri ber mönnunarlega, rekstrarlega og faglega ábyrgð á deildunum í nánu samstarfi við hjúkrunarstjóra á Patreksfirði. Frábært tækifæri fyrir metnaðarfullan hjúkrunarfræðing og mjög spennandi verkefni framundan t.d. við uppbyggingu heimahjúkrunar á svæðinu. Á deildinni eru ellefu hjúkrunarrými og tvö sjúkrarými og einkennist starfsemin af góðum starfsanda, umhyggju og hlýju.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 300 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.


Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

Helstu verkefni og ábyrgð
Stjórn á skipulagi og framkvæmd hjúkrunar
Stjórn starfsmannahalds, mannaráðninga og daglegs rekstrar
Ábyrgð á gerð vaktaskráa og frágang á vinnuskýrslum til launadeildar
Samræming á mönnun, vinnulagi og þjónustu milli hjúkrunarheimila
Náið samstarf við heilsugæslu
Menntunar- og hæfniskröfur
• Íslenskt hjúkrunarleyfi
Framhalds- eða sérmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Stjórnunarreynsla æskileg
Sjálfstæði í starfi
Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing stofnuð8. september 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Stekkar 1, 450 Patreksfjörður
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.Starfsmannahald
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.