Garðabær
Garðabær
Garðabær

Deildarstjóri bókhaldsdeildar

Fjármáladeild Garðabæjar leitar að afburða einstaklingi til að stýra bókhaldsdeild sinni. Í bókhaldsdeild eru þrír fulltrúar í bókhaldi ásamt deildarstjóra. Deildarstjóri bókhaldsdeildar heyrir beint undir fjármálastjóra. Deildarstjóri bókhaldsdeildar ber ábyrgð á bókhaldi Garðabæjar, stýrir bókhaldsvinnu sveitarfélagsins, gerð uppgjörs, þróun verkferla og stýringu fjárhagsupplýsinga. Fjárhagskerfi Garðabæjar er Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV).

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Yfirumsjón með öllu bókhaldi Garðabæjar og stofnana bæjarins, undirkerfum  afstemmingu og annarri bókhaldsvinnu
 • Ber ábyrgð á að skipulag bókhalds og vinnubrögð séu í samræmi við lög og viðurkenndar reikningsskilareglur
 • Yfirumsjón með skráningu reikninga og samþykktum þeirra
 • Yfirumsjón með virðisaukaskattsmálum
 • Ýmis uppgjörs- og greiningarvinna
 • Gerð rekstraryfirlita, fjárhagsgreininga og skýrslugerð
 • Skil á fjárhagsupplýsingum til ytri aðila svo sem Hagstofu og fleiri aðila
 • Ráðgjöf og stuðningur við notendur fjárhagskerfis
 • Samskipti við endurskoðendur vegna ársreiknings
 • Þátttaka í áætlanagerð og innra eftirliti
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólapróf í viðskiptafræði af fjármála- eða endurskoðunarsviði. Meistarapróf í reikningsskilum er kostur
 • Þekking og reynsla á færslu, skipulagningu og uppgjöri bókhalds er skilyrði
 • Þekking á lögum og reglum um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga ásamt lögum um virðisaukaskatt og reglum um undanþágur fyrir sveitarfélög er kostur
 • Mjög góð færni í Excel ásamt almennri tölvufærni
 • Nákvæmni í vinnubrögðum og talnagleggni
 • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
 • Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun
 • Rík þjónustulund
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
Auglýsing stofnuð27. mars 2024
Umsóknarfrestur22. apríl 2024
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar