
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Deildarstjóri á sambýli í Grafarvogi
Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness óskar eftir að ráða metnaðarfullan deildarstjóra í fullt starf á heimili fyrir fatlað fólk í Viðarrima í Grafarvogi. Um er að ræða afleysingu til 1 árs.
Á Sambýlinu Viðarrima er unnið eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og lagt upp með jákvæðu andrúmslofti, skemmtilegu og lausnamiðuðu vinnuumhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum.
Reynsla af stjórnun kostur.
Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Íslenskukunnátta á stigi B2.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með framkvæmd og skipulagi á daglegri þjónustu við einstaklinga, samskiptum við lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk.
Ber ábyrgð á gerð og endurmati einstaklingsáætlana og/eða einstaklingsbundinna
þjónustuáætlana í samvinnu við einstaklinga, starfsmenn og forstöðumann.
Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan einstaklinga og aðstoðar þá
varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
Sinnir fræðslu og leiðbeinir starfsfólki, samræmir vinnubrögð og þróar verkferla í samráði við
forstöðumann.
Leysir af forstöðumann af og er hluti af stjórnunarteymi starfsstaðar.
Auglýsing birt22. nóvember 2021
Umsóknarfrestur2. desember 2021
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Fræðslu- og lýðheilsusvið: Ráðgjafi í skólaþjónustu
Akureyri

Forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk
Sveitarfélagið Skagafjörður

Deildarstjóri hjúkrunar á Dalbæ - afleysing
Dalbær heimili aldraðra

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi í 100% stöðu til að sinna stuðning
Garðabær

Hjúkrunardeildarstjóri - Hrafnista Nesvellir
Hrafnista

Skipulögð aðstoðarverkstýra óskast
NPA miðstöðin

Starfsfólk í umönnun
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Sumarstarf á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk - Drekavellir
Hafnarfjarðarbær

Skipulögð og áreiðanleg aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Airport Manager - Keflavík Airport
PROSEGUR CHANGE ICELAND ehf.

Fjölbreytt og skemmtilegt starf í búsetukjarna
Búsetukjarnar í Skálahlíð

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð
Kópavogsbær