Leikskólinn Múlaborg
Leikskólinn Múlaborg
Leikskólinn Múlaborg

Deildarstjóri á Múlaborg

Leikskólinn Múlaborg


Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólann Múlaborg, Ármúla 6-8a, 108 Reykjavík.

Múlaborg er 7 deilda leikskóli sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi barna með og án fatlanna og er því leikskóli fyrir alla þar sem margbreytileikinn er í fyrirrúmi. Hjá okkur ríkir jafnrétti í víðu samhengi í starfsmanna- og barnahópnum sem og lýðræði og mannréttindi.
Skemmtilegt og metnaðarfullt starf í gangi.
Við óskum eftir leikskólakennara sem er tilbúinn til að taka þátt í að þróa starfið með okkur og vera partur af okkar faglega og skemmtilega samfélagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Viðkomandi vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.
  • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni.
  • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar.
  • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá.
  • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum.
  • Lipurð og sveigjanleiki í sams
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði (B2)
Fríðindi í starfi
  • Frír matur á vinnutíma
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort og Menningarkort
  • Múlaborg vinnur eftir ákvæðum styttingu vinnuviku og er vinnuvikan 36 klst. fyrir 100% starf
Auglýsing stofnuð6. maí 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Ármúli 6-8a
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar