Deildarstjóri á heimili fyrir fatlað fólk - Smárahvammur
Við í Smárahvammi í Hafnarfjarðarbæ leitum eftir öflugum deildarstjóra til liðs við okkur. Um er að ræða afleysingarstarf í sex til átján mánuði í 90-100% starfshlutfall í vaktavinnu. Deildarstjóri starfar að verkefnum sem krefjast sérþekkingar, fer með faglega verkstýringu ásamt því að sinna almennum störfum með fötluðu fólki.
Smárahvammur er heimili fyrir fatlað fólk þar sem andrúmsloftið er afslappað og heimilislegt. Hér starfa um 12 manns í mismunandi starfshlutfalli og aldur og kyn starfsfólks er fjölbreytt.
Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka lífsgæði íbúa og stuðla að valdeflingu þeirra. Unnið er eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu, starfsáætlunum og stefnu Hafnarfjarðarbæjar í málaflokknum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sér til þess að settar verði upp þjálfunaráætlanir í samráði við notanda, forstöðumann, starfsmenn og aðstandendur og að endurmat verði gert á gildandi þjálfunaráætlunum
Leiðbeinir starfsmönnum, fylgir eftir settu verklagi á starfsstöð, tekur þátt í fræðslu og faglegum stuðningi við dagleg störf starfsmanna
Veitir fötluðu fólki einstaklingsmiðaðan persónulegan stuðning við athafnir daglegs lífs í samræmi við viðurkenndar aðferðir og nýjustu upplýsingar hverju sinni
Dagleg stjórnun starfsstöðvarinnar í fjarveru forstöðumanns
Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
Þroskaþjálfi eða önnur háskólamenntun (B.A/B.S.) sem nýtist í starfi
Reynsla og þekking af málefnum fatlaðs fólks
Stjórnunarreynsla æskileg
Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
Almenn góð tölvukunnátta
Samskiptafærni og samstarfshæfileikar
Þjónustulund, sveigjanleiki og jákvæðni í starfi
Bílpróf
Góð íslenskukunnátta