
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni. Hagstofan skiptist í fjögur svið, efnahagssvið, félagsmálasvið, fyrirtækjasvið og rekstrarsvið.

Deildarstjóri á greiningasviði
Hefur þú brennandi áhuga á félagsmálatölfræði og vísitölum og vilt vera leiðandi á því sviði?
Laust er til umsóknar starf deildarstjóra á nýju greiningasviði sem gegnir mikilvægu hlutverki í miðlun traustra og áreiðanlegra upplýsinga í samræmi við stefnu og hlutverk Hagstofunnar. Deildarstjóri sinnir daglegri stjórnun og fer með faglega forystu í verkefnum deildarinnar sem ber ábyrgð á fjölbreyttum tölfræðilegum greiningum og hagtölum á sviði félagsmála og vísitalna.
Áhersla er lögð á verkefnamiðaða starfshætti, samvinnu, stafrænt vinnulag og skilvirkni. Starfið felur í sér samstarf á innlendum og erlendum vettvangi. Um nýtt starf er að ræða og mun deildarstjórinn hafa tækifæri til að hafa áhrif á þróun starfsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Þekking og reynsla af tölfræðilegri greiningu
Samskipta- og samstarfsfærni
Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
Sjálfstæði, frumkvæði og drifkraftur
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun verkefna
Góð tækniþekking
Reynsla af hagskýrslugerð
Reynsla af alþjóðastarfi er kostur
Auglýsing stofnuð17. maí 2023
Umsóknarfrestur30. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri Business Central Þróunar og Gagnagreindar
Advania Reykjavík 19. júní Fullt starf

Deildarstjóri - Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 13. júní Fullt starf

Deildarstjórar - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 20. júní Fullt starf

Forstöðumaður hráefnisvinnslu óskast
Íslenska gámafélagið Reykjavík 13. júlí Fullt starf

Deildarstjóri vörusviðs hjá traustu fyrirtæki
Vinnvinn Reykjavík 14. júní Fullt starf

Deildarstjóri og kennari á ungbarnadeild
Leikskólinn Krakkaborg 14. júní Fullt starf

Deildarstjóri innkaupa, birgðastýringar og lagerhalds
Icelandair Reykjanesbær 12. júní Fullt starf

Deildarstjóri – Leikskólinn Hlíðarendi
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 13. júní Fullt starf

Deildarstjóri í Laugasól
Leikskólinn Laugasól Reykjavík Fullt starf

Deildarstjórar hjá leikskólanum Álfheimum
Leikskólinn Álfheimar, Selfossi Selfoss 11. júní Fullt starf

Yfirljósmóðir/deildarstjóri meðgönguverndar, fósturgreininga...
Landspítali
Stjórnandi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Reykjavík 9. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.