Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands

Deildarstjóri á gagnasviði

Hefur þú brennandi áhuga á gagnamálum og vilt vera leiðandi á því sviði?

Laust er til umsóknar starf deildarstjóra á nýju gagnasviði sem gegnir mikilvægu hlutverki í stafrænni vegferð Hagstofunnar. Deildarstjóri sinnir daglegri stjórnun og fer með faglega forystu í verkefnum deildarinnar sem ber ábyrgð á gögnum og meðhöndlun gagna í samræmi við stefnu og hlutverk Hagstofunnar.

Áhersla er lögð á verkefnamiðaða starfshætti, samvinnu, stafrænt vinnulag og skilvirkni. Starfið felur í sér samstarf á innlendum og erlendum vettvangi. Um nýtt starf er að ræða og mun deildarstjórinn hafa tækifæri til að hafa áhrif á þróun starfsins.

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Þekking á sviði gagnamála og góð tækniþekking
Samskipta- og samstarfsfærni
Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
Sjálfstæði, frumkvæði og drifkraftur
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Þekking á tölfræði
Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun verkefna
Reynsla af hagskýrslugerð er kostur
Auglýsing stofnuð17. maí 2023
Umsóknarfrestur30. maí 2023
Staðsetning
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar