Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Deildarstjóri

Leikskólinn Ævintýraborg við Nauthólsveg óskar eftir að ráða deildarstjóra í spennandi starf í ævintýralegu umhverfi.

Við leitum að frjóum og hugmyndaríkum leikskólakennara til þess að sinna starfi deildarstjóra og gera gott starf enn betra. Leikskólinn er nýr og er staðsettur við rætur Öskjuhlíðar sem býður upp á skemmtileg ævintýri og innihaldsríkt nám. Við leggjum áherslu á læsi, útinám og vináttu. Umsækjandi þarf að hafa mjög gott vald á íslensku, vera stundvís og tilbúin til þess að taka þátt í starfi leikskólans á ýmsum sviðum, vera skapandi og til í ævíntýrin. Við hér við Nauthóli leggjum áherslu á skemmtilegt og holt og gott starfsumhverfi.

Starfið er laust nú þegar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t að:

  • Bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni.
  • Stjórnun, skipulagningu og mat á starfi deildarinnar.
  • Bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá.
  • Bera ábyrgð á foreldrasamvinnu og samvinnu við aðra fagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Fríðindi í starfi
  • Forgangur í leikskóla og afsláttur af dvalargjaldi.
  • Menningarkort – bókasafnskort.
  • Samgöngustyrkur.
  • Sundkort.
  • 36 stunda vinnuvika.
  • Heilsuræktarstyrkur.
Auglýsing birt4. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Nauthólsvegur 81
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar