Heilsuleikskólinn Kór
Heilsuleikskólinn Kór
Heilsuleikskólinn Kór

Deildarstjóri í teymisvinnu

Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi er sex deilda leikskóli sem var opnaður
árið 2006. Allir leikskólar innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda heilsustefnunnar sem hverfist um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og
nærsamfélagsins.


Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar
Hjá okkur er lögð áhersla á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska
þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.
Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi
á Íslandi þar sem heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt
starf og rekstur heilsuleikskóla.


Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi
Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast
þau þarf líka að vera í fyrirrúmi. Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga.


Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd. Viðverustefna umbunar starfsmönnum
fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á hjá.

Deildarstjóri óskast til starfa á yngstu deild.

.

Frekari upplýsingar veitir Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir leikskólastjóri í síma 570 - 4940 eða á netfangið kor@skolar.is

Allar nánari upplýsingar um störfin eru á alfred.is og um starfsemi
Skóla ehf. á skolar.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
  • Ber ábyrgð á foreldrasamvinnu
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Gerð er krafa um reynslu af leikskólastarfi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Vilji til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Lausnarmiðun
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Ýmis fríðindi og sveigjanleiki fyrir kennara með leyfisbréf s.s. forgangur fyrir börn, sveigjanleiki í vinnutímaskipulagi (undirbúningsviðveru)
  • Vinnustytting er að hluta til tekin á milli jóla- og nýárs, í dymbilviku og tvemur vetrarfríum. Rest er tekin í samráði við leikskólastjóra
  • Samgöngustyrkur
  • 3 heilsusamlegar máltíðir á dag
  • Íþróttastyrkur
Auglýsing stofnuð19. júní 2024
Umsóknarfrestur30. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Baugakór 25, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar