Leikskólinn Tjarnarskógur
Leikskólinn Tjarnarskógur
Leikskólinn Tjarnarskógur

Deildarstjóri

Tjarnarskógur auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu deildarstjóra frá og með 7. ágúst 2024

Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 160 börn á tveimur starfsstöðvum. Leikskólinn Tjarnarskógur er að vinna að innleiðingu á Uppeldi til ábyrgðar og horfir til fjölgreindarkenningar Howard Gardners í starfsaðferðum sínum. Einkunnarorð skólans eru: gleði, virðing, samvinna og fagmennska.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra og námskrá leikskólans.
 • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni.
 • Stjórnun og ábyrgð á skipulagningu, símati og endurmati á starfi deildarinnar og leikskólans.
 • Handleiðsla og ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfáætlun á deildinni.
 • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu og foreldrasamstarfi.
 • Að taka þátt í verkefnum er tengjast starfi leikskólans og samstarfi við nærsamfélagið.
 • Ábyrgð á að barnið fái stuðning og kennslu við nám sitt og áhuga.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Reynsla af starfi deildarstjóra í leikskóla er æskileg
 • Reynsla af vinnu á leikskóla er skilyrði
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi á að vinna með börnum
 • Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta
 • Hreint sakavottorð
Auglýsing stofnuð6. júní 2024
Umsóknarfrestur18. júlí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaByrjandi
Staðsetning
Skógarlönd 5, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar