

Deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Deildarstjóri
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða metnaðarfullan og framsýnan deildarstjóra til að stýra starfsemi deildarinnar. Staðan býður upp á spennandi og krefjandi starf fyrir öflugan einstakling í lifandi og fjölbreyttu starfsumhverfi. Hjá deildinni starfa fjórtán starfsmenn auk fjölda sjálfboðaliða. Viðkomandi ber ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar, starfsmannahaldi sem og fjárhags- og framkvæmdaáætlun.
Deildarstjóri situr í stjórnendahópi félagsins og heyrir starfið undir deildarstjórn. Viðkomandi ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir stjórnar og að starf deildarinnar sé unnið í samræmi við stefnu Rauða krossins. Deildarstjóri tekur virkan þátt í nýsköpun og þróun deildarinnar og verkefna hennar. Mikilvægur hluti starfsins er að koma fram fyrir hönd deildarinnar og Rauða krossins gagnvart hagsmunaaðilum og í fjölmiðlum og sinna málsvarahlutverki fyrir skjólstæðinga félagsins.
Deildin er staðsett í Efstaleiti 9, í Reykjavík og sinnir verkefnum og málsvarastarfi tengdu skaðaminnkun og félagslegri aðlögun flóttafólks meðal annarra verkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Mannauðsmál, ábyrgð á þjálfun og fræðslu starfsfólks deildar
- Framkvæmda- og fjárhagsáætlanir
- Fjáröflun fyrir einstök verkefni
- Umsýsla stjórnar og framkvæmd ákvarðana hennar
- Samskipti og samningagerð við opinbera aðila, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila sem tengjast verkefnum deildarinnar.
- Koma fram fyrir hönd deildarinnar, meðal annars í fjölmiðlum
- Þróun verkefna og eftirfylgni þeirra í rekstri deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af rekstri og stjórnunarstörfum er skilyrði
- Reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
- Reynsla af starfi með Rauða krossinum æskileg
- Þekking á skaðaminnkun og stöðu flóttamanna er æskileg
- Framúrskarandi samskipta- og forystuhæfileikar
- Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun
- Færni í að tjá sig í ræðu og riti
- Færni í ensku er skilyrði og frekari tungumálaþekking mjög æskileg
Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum Alfreð. Umsóknarfrestur er til 29. september 2023. Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Drífa Stefánsdóttir, mannauðstjóri RKÍ (drifa@redcross.is)











