Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu
Rauði krossinn í Reykjavík var stofnaður 27. apríl, 1950 og er stærsta deild Rauða krossins á Íslandi, með um átta þúsund félaga, eða um 40 prósent af heildinni. Allir félagar sem hafa greitt árgjaldið fyrir lok undangengins árs hafa atkvæðarétt og kjörgengi á aðalfundi, sem er að jafnaði haldinn í mars á hverju ári. Rúmlega 20 starfsmenn og 750 sjálfboðaliðar sinna verkefnum deildarinnar.
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

Deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu

Deildarstjóri

Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða metnaðarfullan og framsýnan deildarstjóra til að stýra starfsemi deildarinnar. Staðan býður upp á spennandi og krefjandi starf fyrir öflugan einstakling í lifandi og fjölbreyttu starfsumhverfi. Hjá deildinni starfa fjórtán starfsmenn auk fjölda sjálfboðaliða. Viðkomandi ber ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar, starfsmannahaldi sem og fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

Deildarstjóri situr í stjórnendahópi félagsins og heyrir starfið undir deildarstjórn. Viðkomandi ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir stjórnar og að starf deildarinnar sé unnið í samræmi við stefnu Rauða krossins. Deildarstjóri tekur virkan þátt í nýsköpun og þróun deildarinnar og verkefna hennar. Mikilvægur hluti starfsins er að koma fram fyrir hönd deildarinnar og Rauða krossins gagnvart hagsmunaaðilum og í fjölmiðlum og sinna málsvarahlutverki fyrir skjólstæðinga félagsins.

Deildin er staðsett í Efstaleiti 9, í Reykjavík og sinnir verkefnum og málsvarastarfi tengdu skaðaminnkun og félagslegri aðlögun flóttafólks meðal annarra verkefna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð á rekstri deildarinnar
 • Mannauðsmál, ábyrgð á þjálfun og fræðslu starfsfólks deildar
 • Framkvæmda- og fjárhagsáætlanir
 • Fjáröflun fyrir einstök verkefni
 • Umsýsla stjórnar og framkvæmd ákvarðana hennar
 • Samskipti og samningagerð við opinbera aðila, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila sem tengjast verkefnum deildarinnar.
 • Koma fram fyrir hönd deildarinnar, meðal annars í fjölmiðlum
 • Þróun verkefna og eftirfylgni þeirra í rekstri deildarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af rekstri og stjórnunarstörfum er skilyrði
 • Reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
 • Reynsla af starfi með Rauða krossinum æskileg
 • Þekking á skaðaminnkun og stöðu flóttamanna er æskileg
 • Framúrskarandi samskipta- og forystuhæfileikar
 • Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti
 • Færni í ensku er skilyrði og frekari tungumálaþekking mjög æskileg

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum Alfreð. Umsóknarfrestur er til 29. september 2023. Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Drífa Stefánsdóttir, mannauðstjóri RKÍ (drifa@redcross.is)

Auglýsing stofnuð4. september 2023
Umsóknarfrestur29. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.