Deildarlæknar tímabundið starf á BUGL
Lausar eru til umsóknar tvær stöður deildarlækna á BUGL. Um tímabundið starf til eins árs er að ræða. Starfið veitist frá miðjum október 2024 eða eftir nánara samkomulagi.
Unnið er í náinni samvinnu við sérfræðilækna í barna- og unglingageðlækningum og felur starfið í sér þverfaglega teymisvinnu með öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, s.s. barnalækningum og bráðalækningum sem og samvinnu við aðrar starfsstéttir sem sinna sjúklingum á BUGL.
Starfið nýtist afar vel þeim sem hafa hug á frekara sérnámi í bæði barna- og unglingageðlækningum og barnalækningum. Einnig er lagður grunnur að klínískri færni þar sem starfið á deildinni er mjög fjölbreytt.
Starfsumhverfið á deildum BUGL er lærdómsmiðað. Starfið er mjög fjölbreytt og mun læknirinn fá sérstaka starfslýsingu og skipulagða handleiðslu sérfræðilæknis eða reyndra sérnámslækna. Fagleg árvekni og endurskoðun klínískra leiðbeininga og verkferla er hluti af fagmennsku starfseininganna. Vinnulagið á deildinni byggir á samvinnu ólíkra starfsstétta með það að markmiði að gera meðferð og þjónustu, framsækna og skilvirka.