Sölumaður hjá Danól

Danól Tunguháls 19, 110 Reykjavík


Danól leitar að ábyrgðarfullum, traustum og duglegum einstakling til að sjá um að fylla á og framstilla vörum í verslanir á höfuðborgarsvæðinu.

Viðkomandi einstaklingur er fulltrúi þeirra vörumerkja sem hann annast og ber ábyrgð á að vörurnar séu framsettar á sem söluvænlegastan hátt í verslunum.

Starfsmaður er á bíl fyritækisins og afgreiðir úr honum.

Hlutverk og ábyrgð

  • Þjónusta viðskiptavini og mæta þörfum þeirra
  • Framstilla vörum á faglegan hátt
  • Áfylling á kassalínur og tilfallandi verkefni í verslunum í samstarfi við sölustjóra.
  • Hámarka sölutækifæri og lágmarka rýrnun.
  • Tryggja fagleg samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk


Hæfniskröfur

  • Bílpróf
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð
  • Jákvæðni, áreiðanleiki og framsækni


Um 100% starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur:

16.05.2019

Auglýsing stofnuð:

02.05.2019

Staðsetning:

Tunguháls 19, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi