Stöð 2
Stöð 2
Stöð 2

Dagskrárfulltrúi Stöðvar 2

Dagskrárfulltrúi Stöðvar 2

Langar þig að vinna á margfalt skemmtilegri vinnustað? Við leitum að þaulskipulögðum dagskrárfulltrúa með einstaklega gott auga fyrir smáatriðum ásamt góðri aðlögunarhæfni að mismunandi tölvukerfum. Starfsmaður ber ábyrgð á skráningu og uppröðun línulegrar og ólínulegrar dagskrár stöðvanna í kerfum félagsins, ásamt textaskrifum og framsetningu dagskrárefnis.

Stöð 2 starfrækir hátt í 10 línulegar sjónvarpsstöðvar ásamt streymisveitunni Stöð 2+.

Helstu verkefni:

  • Nákvæm skráning á öllu dagskrárefni Stöðvar 2, Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 Sport.
  • Uppröðun á dagskrárplönum fyrir sjónvarpsstöðvar og streymisveitu.
  • Aðstoð við útgáfu á dagskrám stöðvanna.
  • Aðstoð við framsetningu dagskrárefnis í sjónvarpsviðmóti.
  • Textaskrif um dagskrárliði fyrir útsendingarplön.
  • Samskipti við birgja.

Hæfniskröfur

  • Brennandi áhugi á sjónvarpsefni.
  • Mjög góð skipulagshæfni.
  • Nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Jákvætt og liðlegt viðmót.
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg og hæfileiki til að aðlagast og læra á ný tölvukerfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta mikilvæg.

Við hvetjum áhugasama af öllum kynjum til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 22.september nk. Nánari upplýsingar veita Þóra Björg Clausen, dagskrárstjóri, thorab@stod2.is og Kolbrún S. Hjartardóttir, mannauðsráðgjafi, kolbrunsh@syn.is

Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningavefinn okkar.

Hvað höfum við að bjóða þér?

  • Frábæra vinnufélaga
  • Framúrskarandi vinnuaðstöðu
  • Spennandi verkefni
  • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
  • Möguleika á starfsþróun
  • Mötuneyti á heimsmælikvarða
  • Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
  • Árlegan heilsustyrk
  • Árlegan símtækjastyrk
  • Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu
  • Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu

Hver erum við?

Sýn er leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Undir Sýn heyra vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Vísir, Bylgjan, FM957, X-977, Stöð 2 Sport, Já.is og dótturfélagið Endor. Hjá okkur starfar samheldinn hópur fólks sem leitast stöðugt við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.

Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.

Auglýsing birt11. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SjónvarpPathCreated with Sketch.Textagerð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar