Arion banki
Arion banki
Arion banki

Dagforeldrar - verktakar

Óskum eftir skapandi og umhyggjusömum dagforeldrum til að sjá um börn starfsfólks Arion

Við leitum að einstaklingum með starfsleyfi til að starfa sem dagforeldrar og hafa ástríðu fyrir barnauppeldi. Um er að ræða verktaka.

Dagvistun Arion er ætluð fyrir börn starfsfólks Arion samstæðunnar sem eru á aldrinum 12-24 mánaða. Dagvistunin fer fram í sérhönnuðu rými í Borgartúni 21 og verður opnunartími frá 07:45 – 16:15. Áætlað er að fjöldi barna verði að jafnaði 10 börn.

Við bjóðum upp á:

  • 150 fm rými í hjarta Reykjavíkur, sérhannað fyrir börn.
  • Fæði frá fyrsta flokks mötuneyti sem sér til þess að börnin fái næringarríkan og hollan mat í hvert mál.
  • Tækifæri fyrir rétta aðila til þess að móta starfsemi dagvistunar Arion með okkur frá upphafi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að starfa sem dagforeldri* eða hafa lokið menntun á sviði uppeldis-, kennslu og/eða félagsfræða
  • Hafa lokið skyndihjálparnámskeiði
  • Aldur: 25 ára eða eldri
  • Jákvæðni, hugmyndaauðgi og góð samskiptafærni
Auglýsing birt22. nóvember 2024
Umsóknarfrestur3. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Skyndihjálp
Starfsgreinar
Starfsmerkingar