Companys
Companys
Companys

Companys opnar á Akureyri - vantar sölufólk í ýmsar stöður

Ný Companys verslun opnar á Glerártorgi og okkur vantar sölufólk í ýmsar stöður.

Ert þú söludrifin og metnaðarfull manneskja með áhuga á tísku? Þá gæti þetta verið starf fyrir þig.

NTC óskar eftir að ráða starfsfólk í ýmsar stöður í nýja og glæsilega Companys verslun á Glerártorgi í vor. Verslunin mun vera með vörur bæði fyrir herra og dömur. Óskum eftir að ráða í eftirfarandi stöðugildi:

  • Verslunarstjóra
  • Aðstoðar verslunarstjóra
  • 50-70% starf
  • Hlutastörf (aðra hverja helgi)

Erum að leita að söludrifnum verslunarstjóra sem og starfsfólki í fullt og hlutastörf. Viðkomandi þarf að eiga gott með mannleg samskipti, vera með ríka þjónustulund og jákvætt viðmót. Reynsla af verslunarstörfum er góður kostur.

Vinnutími er sveigjanlegur og eru ýmsir möguleikar í boði fyrir rétta manneskju. Bæði kyn eru hvött til að sækja um en ætlast er til að viðkomandi sé eldri en 18 ára.

Companys er dönsk sérleyfisverslun sem býður upp á fallegan og vandaðan fatnað og fylgihluti fyrir konur á öllum aldri frá merkjum á borði við By Malene Birger, Part Two, InWear, Billi Bi, Saint Tropez, Soaked in Luxury og fleiri flott merki. Í þessari verslun verður einnig vandaður fatnaður og fylgihlutir fyrir herra frá merkjunum Matinique og Paul Smith.

NTC ehf. er lifandi og fjölbreytt fyrirtæki sem hefur í yfir 45 ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi. NTC starfrækir 13 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, vefverslun, saumastofu og heildsölu . NTC rekur verslanirnar Gallerí Sautján, GS skó, Kultur, Kultur menn, SmashUrban, EVU, GK Reykjavík, Karakter, Companys og Outlet-10 ásamt vefverslunina ntc.is. Meðalfjöldi starfsmanna er um 140.

NTC hefur margoft hlotið viðurkenningar frá VR sem fyrirmyndafyrirtæki og eins viðurkenningar frá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala og góð þjónusta við viðskiptavini
  • Almenn sölu- og verslunarstörf
  • Taka upp vörur og halda verslun snyrtilegri
  • Halda utan um samfélagsmiðla Companys á Akureyri
  • Gerð vaktaplana og halda utan um starfsmannamál (verslunarstjóri)
Menntunar- og hæfniskröfur

·         Framúrskarandi þjónustulund og jákvætt viðmót

·         Færni í mannlegum samskiptum og vinna vel í teymi

·         Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

·         Metnaður til að ná árangri í starfi

·         Reynsla af sölustörfum er góður kostur

·         Góð samfélagsmiðlakunnátta er góður kostur

Auglýsing stofnuð2. apríl 2024
Umsóknarfrestur23. apríl 2024
Staðsetning
Glerártorg
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.VaktaskipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar