Kambar Byggingavörur ehf
Kambar Byggingavörur ehf
Kambar Byggingavörur ehf

CNC og sérvinnsla á gleri í glerverksmiðju á Hellu

Kambar leita að öflugum og vandvirkum einstaklingi í fjölbreytta sérvinnslu á gleri og speglum í glerverksmiðju Kamba á Hellu. Um er að ræða sérvinnslu á gleri með tölvustýrðum CNC fræsi- og borvélum ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í verksmiðju.

Tækjakostur glerverksmiðjunnar hefur allur verið endurnýjaður á síðustu árum.

Vinnustaðurinn myndar sterka heild og ríkir góður starfsandi.

Unnið er alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00.

Glerverksmiðjan á Hellu er í dag rekin undir nafninu Kambar (áður Samverk). Kambar eru ein sterk heild, sameinuð úr rótgrónum íslenskum framleiðslu fyrirtækjum. Kambar eru stoltir af því að standa vörð um Íslenska framleiðslu á gleri, gluggum, hurðum og svalahandriðum.

Glerverksmiðja Kamba á Hellu er eini framleiðandi herts glers á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun á tölvustýrðum CNC fræsi- og borvélum
  • Viðhald tækja 
  • Önnur tilfallandi verkefni í verksmiðju
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Frumkvæði, nákvæmni, og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Vilji til að læra og tileinka sér nýja tækni.
  • Menntun/reynsla á sviði véla er kostur.
  • Reynsla á notkun tölvustýrðra véla kostur.
  • Þekking og reynsla af vinnu með tölvuteikningar kostur.
Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur26. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Eyjasandur 2, 850 Hella
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar