Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Býr öflugur leiðtogi í þér?

Akraneskaupstaður auglýsir laust til umsóknar spennandi og fjölbreytilegt starf skrifstofustjóra á skrifstofu bæjarstjóra. Óskað er eftir metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga sem hefur mikið frumkvæði og drifkraft til að þróa áfram stafræna stjórnsýslu hjá kaupstaðnum og efla þjónustu við íbúa.

Skrifstofa bæjarstjóra er ný eining sem stofnuð var um síðustu áramót. Undir skrifstofuna falla mannauðsmál, verkefnastofa, þjónusta- og stafræn þróun, atvinnumál, ferðamál, markaðsmál og menningar- og safnamál. Hlutverk skrifstofunnar er að ná betri samþættingu málaflokka ásamt því að auka og bæta innri og ytri þjónustu Akraneskaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins með upplýsingatækni, skýrari verkferlum, stjórnun og öflugu starfsumhverfi.

Skrifstofustjóri gegnir forystuhlutverki í þjónustu- og stafrænni þróun, atvinnuuppbyggingu, ferða- og markaðsmálum ásamt menningar- og safnamálum

Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á þjónustugæðum, rekstri og starfsmannahaldi
Umsjón og rekstur þjónustuvers Akraneskaupstaðar
Umsjón með stafrænni vegferð sveitarfélagsins ásamt því að leiða vinnu við frekari nýsköpun og þróun innan sveitarfélagsins
Yfirmaður upplýsingatæknimála ásamt skjalastýringu
Umsjón og rekstur Guðlaugar við Langasand, Akranesvita og Upplýsingamiðstöðvar
Leiðir nýsköpun og þróun í atvinnu- og ferðamálum kaupstaðarins
Umsjón með kynningar- og markaðsmálum sveitarfélagsins
Yfirmaður menningar- og safnamála og umsjón með árlegu viðburðarhaldi
Samvinna og samskipti við stjórnendur ásamt þátttöku í þverfaglegum verkefnum á vegum sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldmenntun æskileg
Leiðtogahæfni og stjórnunarreynsla
Þekking og reynsla af áætlanagerð og verkefnastjórnun
Þekking á menningar- og ferðamálum
Þekking á markaðsmálum
Góð þekking á upplýsingatækni og stafrænni stjórnsýslu
Framúrskarandi hæfni í samskiptum og rík þjónustulund
Framsýni, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Sjálfstæði í vinnubrögðum og samskiptahæfni
Auglýsing stofnuð25. ágúst 2021
Umsóknarfrestur13. september 2021
Staðsetning
Stillholt 16-18 16R, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar