Byggingarfulltrúi
Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Um er að ræða fullt starf á dagvinnutíma virka daga.
Leitað er að metnaðarfullum aðila sem hefur umsjón með lögum og reglugerðum um að skipulags- og byggingareftirliti sé framfylgt. Starfið felur í sér umsjón og verkefnastjórnun er varðar framkvæmdir sveitarfélagsins.
Starfið er á umhverfis- og tæknisviði með aðsetur í Ráðhúsi.
Vestmannaeyjabær leggur ríka áherslu á góða og faglega þjónustu við íbúa, viðskiptavini, starfsfólk og aðra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmálum í sveitarfélaginu sé framfylgt.
- Ábyrgð og umsjón með útgáfu byggingarleyfa, vottorða og skráningu mannvirkja.
- Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins, þ.m.t nýframkvæmdum og viðhaldsframkvæmdum.
- Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum.
- Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa ásamt staðfestingu eignarskiptayfirlýsinga.
- Skráning og viðhald vegna fasteignaskrár og landeignarskrár HMS
- Önnur verkefni sem byggingarfulltrúa eru falin af yfirmanni, þá helst er tengjast verkefnastjórnun, skipulagsmálum og framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði byggingarmála skv. 8. gr. Mannvirkjalaga nr. 160/210.
- Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. Mannvirkjalaga nr. 160/2010.
- Reynsla og þekking af byggingarframkvæmdum er æskileg.
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og þjónustumiðað viðhorf.
- Reynsla af notkun kerfanna GoPro, Navison og AutoCAT eða Microstatin er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.
- Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur.
Auglýsing birt13. desember 2024
Umsóknarfrestur23. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kirkjuvegur 50, 900 Vestmannaeyjar
Starfstegund
Hæfni
ByggingafræðingurSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar