
Rangárþing eystra
Rangárþing eystra er barnvænt og heilsueflandi samfélag í stöðugri sókn. Íbúar sveitarfélagsins eru um 2000 helmingur íbúa býr í dreifbýli og um helmingur í þéttbýlinu Hvolsvelli. Sveitarfélagið leggur ríka áherslu á samvinnu,virðingu og vellíðan á vinnustað.
Byggðaþróunarfulltrúi í Rangárþingi ytra og eystra
Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa laust til umsóknar starf byggðaþróunarfulltrúa.
Byggðaþróunarfulltrúi veitir ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vinnur að upplýsingaöflun, miðlun upplýsinga og svæðisbundnum verkefnum á sviði byggðaþróunar. Byggðaþróunarfulltrúi sinnir verkefnum í samráði við sveitarfélögin tvö og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Einnig starfar fulltrúinn með samstarfshópi samtakanna og öðrum byggðaþróunarfulltrúum á Suðurlandi.
Um er að ræða framtíðarstarf með allt að 100% starfshlutfalli og hefur viðkomandi starfsaðstöðu í ráðhúsi Rangárþings eystra á Hvolsvelli. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri Rangárþings eystra.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Veita ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála með sérstaka áherslu á umsækjendur og styrkþega Uppbyggingarsjóðs Suðurlands.
• Aðkoma að fræðslu og þjálfun fyrir frumkvöðla.
• Vinna við söfnun og greiningu upplýsinga á sviði atvinnu- og byggðamála.
• Vinna að upplýsingamiðlun um stoðkerfi atvinnuþróunar, nýsköpunar, menningar og byggðamála.
• Hvetja hagaðila innan svæðis til verkefnaþróunar og þátttöku í samstarfsverkefnum.
• Styðja við stefnumörkun sveitarfélaganna á sviði byggðamála og framfylgja einstökum aðgerðum.
• Vinna að og þróa svæðisbundin verkefni að eigin frumkvæði og í samstarfi við hagaðila.
• Vinna að gerð sameiginlegrar atvinnustefnu sveitarfélaganna og framfylgja henni.
• Viðkomandi vinnur í samstarfi við markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélaganna.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af verkefnastjórnun og/eða ráðgjöf æskileg.
• Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
• Góð tölvufærni og hæfni í tjáningu í ræðu og riti.
• Frumkvæði í starfi og góð hæfni í að vinna með öðrum.
• Áhugi á að tileinka sér nýja þekkingu og miðla henni áfram.
• Þekking á nærsamfélaginu er æskileg og áhugi á að efla sitt tengslanet.
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Stafrænþróun á sviði mannréttinda
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Seltjarnarnes 31. maí Fullt starf

Brennur þú fyrir mannréttindum
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Seltjarnarnes 31. maí Fullt starf

Sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfis
Mosfellsbær Mosfellsbær 16. júní Fullt starf

Leiðtogi Mosfellsveitna
Mosfellsbær Mosfellsbær 16. júní Fullt starf

Leiðtogi málefna leikskóla
Mosfellsbær Mosfellsbær 18. júní Fullt starf

Leiðtogi málefna grunnskóla
Mosfellsbær Mosfellsbær 16. júní Fullt starf

Leiðtogi málefna fatlaðs fólks
Mosfellsbær Mosfellsbær 16. júní Fullt starf

Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Mosfellsbær Mosfellsbær 16. júní Fullt starf

Stjórnandi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Reykjavík 7. júní Fullt starf

Forstöðumaður þjónustusviðs
Eignaumsjón Reykjavík 12. júní Fullt starf

Hagfræðingur
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Reykjavík 7. júní Fullt starf

Stjórnandi alþjóðateymis velferðarsviðs
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Reykjavík 4. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.