Rangárþing eystra/Rangárþing ytra
Rangárþing eystra/Rangárþing ytra
Rangárþing eystra/Rangárþing ytra

BYGGÐAÞRÓUNARFULLTRÚI

Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga auglýsa laust til umsóknar starf byggðaþróunarfulltrúa.


Byggðaþróunarfulltrúi veitir ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar, vinnur að upplýsingaöflun, miðlun upplýsinga og svæðisbundnum verkefnum á sviði byggðaþróunar.

Byggðaþróunarfulltrúi sinnir verkefnum í samráði við sveitarfélögin tvö og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Einnig starfar fulltrúinn með samstarfshópi samtakanna og öðrum byggðaþróunarfulltrúum á Suðurlandi.

Um tímabundna ráðningu er að ræða til ársloka 2027 og starfshlutfall allt að 100%. Viðkomandi hefur aðalstarfsstöð í ráðhúsi Rangárþings eystra á Hvolsvelli, en einnig fasta viðveru í Ráðhúsi Rangárþings ytra á Hellu. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála með sérstaka áherslu á umsækjendur og styrkþega Uppbyggingarsjóðs Suðurlands.
  • Aðkoma að fræðslu og þjálfun fyrir frumkvöðla.
  • Vinna við söfnun og greiningu upplýsinga á sviði atvinnu- og byggðamála.
  • Vinna að upplýsingamiðlun um stoðkerfi atvinnuþróunar, nýsköpunar, menningar og byggðamála.
  • Hvetja hagaðila innan svæðis til verkefnaþróunar og þátttöku í samstarfsverkefnum.
  • Styðja við stefnumörkun sveitarfélaganna á sviði byggðamála og framfylgja einstökum aðgerðum.
  • Vinna að og þróa svæðisbundin verkefni að eigin frumkvæði og í samstarfi við hagaðila.
  • Vinna að gerð sameiginlegrar atvinnustefnu sveitarfélaganna og framfylgja henni.
  • Viðkomandi vinnur í samstarfi við markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélaganna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða ráðgjöf æskileg.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
  • Góð tölvufærni og hæfni í tjáningu í ræðu og riti.
  • Frumkvæði í starfi og góð hæfni í að vinna með öðrum.
  • Áhugi á að tileinka sér nýja þekkingu og miðla henni áfram.
  • Þekking á nærsamfélaginu er æskileg og áhugi á að efla sitt tengslanet.
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur9. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 4, 860 Hvolsvöllur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar