Fjármálastjóri

BusTravel Iceland ehf. Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík


Fjármálastjóri

Ört vaxandi fyrirtæki í ferðaþjónustu óskar eftir að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling í starf fjármálastjóra. Um er að ræða 100% stöðugildi. Viðkomandi fjármálastjóri mun hafa yfirumsjón með fjármálum og reikningshaldi fyrirtækisins. Leiðtoga- og samskiptahæfileikar, sem og drifkraftur eru lykileiginleikar viðkomandi fjármálastjóra.

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn, launavinnslu, bókhaldi og fjárreiðum
 • Undirbúningur, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
 • Ábyrgð á mánaðar-, árshluta og ársuppgjöri
 • Greining gagna og verkefnastjórnun
 • Þátttaka og frumkvæði að umbótastarfi

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af áætlanagerð og fjármálastjórn
 • Geta til að starfa sjálfstætt, eiga auðvelt með samskipti og sýna frumkvæði í starfi
 • Þekking á bókhaldi og launavinnslu
 • Hæfni í tölfræði og úrvinnslu gagna
 • Reynsla af DK og Reglu

 

Auglýsing stofnuð:

23.11.2018

Staðsetning:

Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi