Embla Medical | Össur
Embla Medical (Össur) var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana.
Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 4000 starfsmenn í yfir 30 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku.
Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Við erum hátæknifyrirtæki og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.
Business Central Specialist
Embla Medical (Össur) leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að taka þátt í vegferð yfir í Business Central viðskiptakerfi. Viðkomandi þarf að búa yfir reynslu í Business Central, þekkja helstu viðskiptaferla og hafa útsjónarsemi og lausnamiðaða hugsun að leiðarljósi. Viðkomandi þarf einnig að hafa reynslu af hönnun og útfærslu á viðskiptalausnum. Viðkomandi verður hluti af öflugu og reynslumiklu teymi sérfræðinga sem vinna að sameiginlegum markmiðum.
Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt verkefni í framsæknu tækniumhverfi. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma og möguleika á fjarvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þarfagreining og hönnun á viðskiptalausnum
- Þáttaka í innleiðingum á nýju viðskiptakerfi
- Samskipti og stýring á ytri verktökum og ráðgjöfum
- Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum
- Samvinna við einingar og starfsstöðvar um allan heim
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf eða reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af hönnun og þróun hugbúnaðar
- Þekking á Business Central og/eða eldri útgáfum Navision
- Hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi sérfræðinga
- Metnaður og lausnarmiðuð hugsun
- Framúrskarandi samskiptahæfni og mjög góð enskukunnátta
Auglýsing birt4. september 2024
Umsóknarfrestur15. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
EnskaMjög góð
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur á skrifstofu SSF
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Sérfræðistörf á Akureyri á þjónustu- og upplýsingasviði
Skatturinn
Aðalbókari Nespresso á Íslandi
Perroy ehf
Hugbúnaðarþróun
Festi
Forstöðumaður Viðskiptaeftirlits
Íslandsbanki
Deildarstjóri fjárstýringar
RARIK ohf.
Skatturinn leitar að sérfræðingum á Ísafirði
Skatturinn
Kerfisstýri / System Administrator
Travel Connect
FJÁRMÁLASTJÓRI
Norlandair
Sérfræðingur í reikningshaldi
Gildi
Forritari í tryggingalausnum á upplýsingatæknisviði
Arion banki
Vef-forritarar á upplýsingatæknisviði
Arion banki