Wise lausnir ehf.
Wise lausnir ehf.
Wise lausnir ehf.

Business Central ráðgjafi í stafræna vegferð sveitarfélaga

Við leitum að lausnamiðuðum og drífandi sérfræðingi í Business Central (BC) sem brennur fyrir stafrænni umbreytingu og þrífst á að læra nýja hluti.
Fjölbreytt og spennandi starf í boði hjá vaxandi fyrirtæki í upplýsingatækni.

Starfsstöðvar Wise eru á Akureyri og í Reykjavík.

Í hverju felst starfið?

BC ráðgjafar eru sérfræðingar á sínu sviði og starfa innan teymis ráðgjafa sem sérhæfir sig í Business Central ráðgjöf til sveitarfélaga. Teymið kemur að verkefnum, ferlagreiningum, uppfærslum, innleiðingum, samþættingum og öðru sem BC býður upp á.

Helstu verkefni:

 • Þjónusta og ráðgjöf í Business Central með áherslu á sveitarfélög
 • Þarfagreiningar og þátttaka í hönnun lausna fyrir sveitarfélög
 • Samskipti við sveitarfélög og virk tengslamyndun
 • Stafræn umbreytingaverkefni og innleiðingar
 • Ferlagreiningar
 • Fylgjast með nýjungum í hröðum heimi upplýsingatækninnar
 • Miðla þekkingu og veita framúrskarandi ráðgjöf

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á Microsoft Dynamics 365 Business Central
 • Þekking á starfsemi sveitarfélaga og umhverfi hins opinbera
 • Reynsla af innleiðingu eða uppfærslu bókhaldskerfa er kostur
 • Þekking og reynsla af stafrænni umbreytingu, sjálfvirknivæðingu og samþættingu milli kerfa er kostur
 • Þekking og reynsla af bókhaldi, áætlanagerð og fjárhagsgreiningum sveitarfélaga er kostur

Frekari upplýsingar veitir Harpa Hrund Jóhannsdóttir á mannauðssviði (harpah@wise.is).

Um Wise

Wise er ört vaxandi þekkingarfyrirtæki, sérhæft í stafrænum lausnum sem veita viðskiptavinum forskot í þeirra rekstri.

Hjá Wise starfa um 120 manns í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði alhliða viðskiptalausna.

Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og íþróttastyrk til starfsmanna.

Auglýsing stofnuð12. febrúar 2024
Umsóknarfrestur10. mars 2024
Starfstegund
Staðsetning
Skipagata 9, 600 Akureyri
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaReiprennandi
Hæfni
PathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar