

Business Central hugbúnaðarsérfræðingur
Advania leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingum sem hafa áhuga á forritun og vilja vinna með Microsoft Dynamics Business Central (NAV) og LS Retail.
Hjá okkur færðu að vinna með nýjustu lausnir Microsoft, þar á meðal Copilot, gervigreind og tækni sem er stöðugt að þróast.
Við bjóðum uppá eitt mest spennandi starfsumhverfi á Íslandi, með skemmtilegum hópi fólks sem í dag þjónustar viðskiptavini á Íslandi sem og á Norðurlöndum og í Bretlandi. Við leitum að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á umbreytingum fyrirtækja og vilja taka þátt í að móta nýja vegferð skýja- og viðskiptalausna.
Við lofum á móti frábæru vinnuumhverfi hjá fyrirtæki sem er að vaxa hratt og leggur metnað sinn í að veita framúrskarandi þjónustu.
Ef þú hefur reynslu á þessum sviðum og deilir okkar ástríðu, viljum við endilega heyra frá þér – sama hvar þú býrð eða hvaða kröfur þú gerir til sveigjanlegs vinnuumhverfis. Við tökum tillit til þinna þarfa.
Almennar hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunar- eða hugbúnaðarverkfræði
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Þekking og reynsla
- Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í ný kerfi
- Reynsla af hugbúnaðarþróun í Dynamics NAV/BC mikill kostur
- Þekking á Microsoft umhverfi: Visual Studio Code, SQL, GIT, .NET og PowerShell er mikill kostur
Íslenska
Enska










