Borgarleikhúsið leitar að ástríðukokki

Borgarleikhúsið Listabraut 3, 103 Reykjavík


Borgarleikhúsið óskar eftir matreiðslumanni

Borgarleikhúsið leitar að metnaðarfullum matreiðslumanni til að sinna mötuneytinu okkar af ástríðu auk þess að vinna hugmyndavinnu fyrir veitingastaðinn sem rekin er innan leikhússins.

Viðkomandi þarf að vera faglærður, með mikla reynslu, vera með brennandi ástríðu fyrir matargerð, jákvæður og vinna vel í hópi.

Hæfniskröfur

 • Menntun á sviði matreiðslu og/eða mikla reynsla af matreiðslu í stóreldhúsi
 • Góð þekking á næringarfræði og rekstri mötuneyta
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði og hæfni til verkstjórnar
 • Nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Jákvætt viðmót og þjónustulund
 • Snyrtimennska, áreiðanleiki

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ber ábyrgð á matreiðslu, innkaupum og stjórnun í eldhúsi
 • Skipulagning verkefna í eldhúsi og starfsmannahald
 • Hugmyndavinna fyrir veitingastað
 • Frumsýningaveislur, veitingar fyrir fundi og aðra viðburði
 • Uppáskrift reikninga og daglegur rekstur í samvinnu við framkvæmdastjóra

Um er að ræða 100% starf sem er að mestu unnið í dagvinnu.

Nánari upplýsingar eru veitir Ingibjörg Eðvaldsdóttir, mannauðsstjóri í gegnum samskipti hér á Alfred.is

Áhugasamir sækja um á www.alfred.is. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá.

 

Umsóknarfrestur:

21.07.2019

Auglýsing stofnuð:

09.07.2019

Staðsetning:

Listabraut 3, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi