Gefn ehf.
Gefn ehf.

Bókhald og skrifstofustörf

Gefn óskar að ráða fjölhæfan starfskraft til að sinna bókhaldi og skrifstofustörfum í 40-60% starfi.

Hjá Gefn er unnið að nýsköpun í grænni efnafræði. Við þróum og nýtum tækni til að umbreyta úrgangi og útblæstri í verðmæta efnavöru og eldsneyti. Við veitum einnig tækniþjónustu og þróum verkefni sem tengjast nýtingu tækninnar. Gefn á í samstarfi við fjölda aðila innanlands og erlendis.

Starfið mun bjóða upp á góða möguleika til þróunar í starfi, virkra þátttöku í uppbyggingu félagsins og sveigjanlegan vinnutíma.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám eða reynsla sem nýtist í starfi
  • A.m.k. 5 ára starfsreynsla
  • Góð þekking á Dynamics 365/Business Central eða sambærilegum hugbúnaði
  • Góð þekking á fjárhagsbókhaldi og launavinnslu
  • Góð þekking á reikningsgerð
  • Þekking á verkbókhaldi, birgðabókhaldi og innkaupum er kostur
  • Góð þekking á Microsoft 365
  • Þekking á skjalastjórnunarkerfum er kostur
  • Góð tök á íslensku og ensku í ræðu og riti

Viðkomandi þarf að vera skipulagður, lausnamiðaður og eiga auðvelt með að vinna bæði sjálfstætt og í stærri hópi.

Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Sveigjanlegur vinnutími
Með umsókn skal fylgja
  • Ítarleg ferilskrá
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi
  • Nöfn 1-3 meðmælenda ásamt netföngum og/eða símanúmerum þeirra
Auglýsing birt4. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Víkurhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar