
Bókavörður á skólabókasafni Gerðaskóla
Suðurnesjabær auglýsir eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf bókavarðar á skólabókasafni í Gerðaskóla. Ráðið er í starf frá 1.ágúst 2025, um er að ræða 80% starf.
Bókavörður sér um skólabókasafnið í Gerðaskóla, m.a. um útlán og skráningar. Bókavörður leiðbeinir nemendum um val á bókum og er í samskiptum við nemendur skólans.
Gerðaskóli er 250 nemenda heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Í skólanum starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn sem leggja áherslu á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Húsnæði skólans er rúmgott og skólalóðin stór og skemmtileg til útivistar. Tónlistarskólinn er með aðstöðu í tónmenntastofu í skólanum og er frístundaskólinn einnig starfræktur innan veggja hans.
Leiðarljós Gerðaskóla er virðing, ábyrgð, árangur og ánægja
Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni www.gerdaskoli.is
- Samskipti við nemendur og aðstoðar við val á bókum
- Sér um útlán og skráningar í tölukerfi bókasafnsins
- Skipuleggur og vinnur verkefni með kennurum sem snúa að læsi
- Innkaup á bókum
- Lagfæring á bókum og plöstun bóka
- Samskipti við kennara
- Bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærileg menntun kostur
- Reynsla úr sambærilegu starfi
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Áhugi á að vinna með börnum
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar
- Almenn tölvukunnátta
