Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa um 2000 manns. Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði.
Hafnarfjarðarbær

Bókavörður á bókasafni Hafnarfjarðarbæjar

Bókasafn Hafnarfjarðar óskar eftir bókaverði í 100% starf.

Bókasafn Hafnarfjarðar er upplýsinga- og menningarstofnun sem ætlað er að efla frjálsan og óheftan aðgang almennings að upplýsingum og fjölbreyttu efni og viðburðum. Um er að ræða vinnu á virkum dögum og einstaka laugardögum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Afgreiðsla og almenn þjónusta við gesti bókasafnsins
Léttar heimildaleitir í bókasafnskerfinu Alma fyrir viðskiptavini bæði á staðnum og í síma
Aðstoða viðskiptavini við að setja inn pantanir á efni
Aðstoða viðskiptavini við útlán/skil á sjálfsafgreiðsluvélum
Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
Stúdentspróf æskilegt
Reynsla af vinnu á bókasafni æskileg
Reynsla af þjónustustörfum kostur
Góð þjónustulund og góð færni í mannlegum samskiptum
Góð tölvukunnátta og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar í starfi
Góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð7. september 2023
Umsóknarfrestur30. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.