

Blóðbankinn auglýsir eftir öflugum liðsauka í vaktavinnu
Blóðbankinn óskar eftir öflugum liðsauka í okkar góða hóp við framleiðslu og þjónustudeild Blóðbankans. Starfshlutfall er 100% og er um að ræða dagvinnu á meðan á þjálfun stendur en vaktavinnu eftir að þjálfun lýkur. Starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um menntun sem uppfyllir kröfur til þess að öðlast starfsleyfi sem náttúrufræðingur í heilbrigðisþjónustu eða lífeindafræðingur.
Blóðbankinn sinnir m.a. söfnun blóðs, blóðhlutavinnslu, geymslu blóðhluta, blóðflokkunum, afgreiðslu blóðhluta og gæðaeftirliti. Í Blóðbankanum starfa um 55 manns, líffræðingar, lífeindafræðingar, hjúkrunarfræðingar, læknar og skrifstofumenn og er Blóðbankinn eini sinnar tegundar á landinu. Þar er unnið samkvæmt vottuðu gæðakerfi og er markmið allra starfsmanna að viðhalda gæðakerfinu og vinna í samræmi við hlutverk og stefnu Blóðbankans.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.


















































