STARFSMAÐUR Á FJÁRMÁLA- OG STARFSMANNASVIÐ

Bláfugl ( Bluebird Nordic) Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur


Bláfugl leitar að öflugum aðila til starfa á fjármála- og starfsmannasviði. Um tímabundið starf til rúmlega eins árs er að ræða með möguleika á fastráðningu.

Helstu verkefni:
• Vinna við bókhald, afstemmingar, uppgjör, innheimtu, launavinnslu og fleira
• Skýrslugerð, innri úttektir og greiningarvinna í excel 
• Hafa umsjón með þjálfunargögnum flugmanna og flugvirkja
• Umsjón með aðgangskortum og neyðarupplýsingum starfsmanna
• Önnur störf í samráði við yfirmann

Hæfniskröfur:
• Stúdentspróf er skilyrði og háskólamenntun væri kostur
• Menntun og/eða reynsla af störfum við bókhald
• Mjög góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
• Mjög góð almenn tölvukunnátta
• Reynsla af vinnu í Excel
• Skipulagshæfileikar, nákvæmni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt hæfni í mannlegum samskiptum

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Leifsdóttir ghl@bluebird.is Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2019 og öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur:

22.08.2019

Auglýsing stofnuð:

08.08.2019

Staðsetning:

Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi