Sérfræðingur í vöruhúsi gagna

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík


Við leitum að reynslumiklum aðila til að leiða hönnun, arkitektúr og aðgengi að gögnum til greiningar og ákvarðanatöku þvert á öll svið Bláa Lónsins. Um er að ræða spennandi og mikilvægt starf innan upplýsingatæknisviðs fyrirtækisins þar sem mikil áhersla er lögð á mótun stefnu fyrir ákvörðunartöku byggt á gögnum.
Leitað er að aðila með mikla tæknilega þekkingu og reynslu á sviði viðskiptagreindar og gagnagrunna.
Starfið tilheyrir upplýsingatæknisviði.

Ábyrgð og verkefni
• Mótun og hönnun á stefnu fyrir vöruhús gagna
• Greining á þörfum og skjölun
• Hönnun, uppsetning og viðhald á vöruhúsi gagna
• Skilgreining og skjölun á ólíkum gagnalindum innanhúss og  utanhúss
• Samþætting gagna á milli ólíkra gagnalinda

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum
• A.m.k. fimm ára viðeigandi starfsreynsla
• Þekking á Microsoft SQL Server, Analysis Services og Power BI er skilyrði
• Þekking á Microsoft Azure SQL umhverfi er kostur
• Þekking á AI, Predictive Analysis ásamt Machine Learning er kostur
• Eiginleiki að tileinka sér nýja tækni og vönduð vinnubrögð
• Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í verki


Umsóknarfrestur er til og með 7.janúar, 2019.

Nánari upplýsingar veitir Ægir Viktorsson, sérfræðingur á mannauðssviði í síma 420-8993.

Umsóknarfrestur:

09.12.2018

Auglýsing stofnuð:

27.11.2018

Staðsetning:

Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi