Verkstjóri - Jaguar Land Rover

BL ehf. Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík


Við leitum drífandi leiðtoga til þess að sinna hlutverki verkstjóra á glæsilegu verkstæði Jaguar Land Rover. Viðkomandi þarf að vera mjög sterkur í mannlegum samskipum og með ríka þjónustulund. Ný og glæsileg vinnuaðstaða eftir ströngustu gæðakröfum Jaguar Land Rover. Auk almennri verkstjórn felur starfið m.a. í sér samskipti við viðskiptavini, reikningagerð og samvinnu við tæknistjóra og starfsmenn verkstæðismóttöku.

 

Hæfniskröfur

 

·                       Leiðtogahæfileikar

·                       Reynsla af leiðtoga eða stjórnendastörfum

·                       Mannleg samskipti

·                       Góð þjónustulund

·                       Góð tölvufærni

·                       Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi

·                       Reynsla af viðgerðum er kostur

·                       Frumkvæði og áreiðanleiki

·                       Sjálfstæð, skipulögð og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg

·                       Ökuréttindi

 

 Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-17:00 en 8:00 – 16:00 á föstudögum.

 

Nánari upplýsingar veitir Trausti Björn Ríkharðsson þjónustustjóri Jaguar Land Rover á netfanginu trausti@jaguarlandrover.is

Sótt er um störfin á heimasíðu BL: www.bl.is/atvinna.

Umsóknarfrestur er til 17. júní nk.

Umsóknarfrestur:

17.06.2019

Auglýsing stofnuð:

06.06.2019

Staðsetning:

Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi