
Billboard og Buzz
Billboard umhverfismiðlar laga sig að þínum þörfum, hvort sem þær tengjast uppbyggingu vörumerkja, þar sem endurtekning skilaboða yfir langan tíma skiptir mestu máli, eða markaðssetningu til skemmri tíma, þar sem öllu skiptir að fá fólk til að bregðast hratt við. Þín markmið skipta okkur máli og við hjálpum þér að ná þeim.
Umhverfismiðlar eru áhrifaríkur og hagkvæmur auglýsingakostur sem býður upp á ótal tækifæri til að ná til neytenda á ferð um höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Fólk fer oftast sömu leiðirnar og rannsóknir sýna að neytendur sem sjá sama vörumerkið endurtekið eru líklegir til að velja það umfram önnur. Dreifing um allt höfuðborgarsvæðið gefur því möguleika á mikilli dekkun – og tíðni á stuttum tíma.

Birtingastjóri
Við leitum að duglegum og metnaðarfullum einstaklingi í birtingateymi Billboard og Buzz. Birtingastjóri er hluti af samstilltu teymi sem starfar undir leiðsögn deildarstjóra birtinga. Í starfinu felst að veita viðskiptavinum fyrirtækisins framúrskarandi þjónustu um leið og unnið er náið með viðskiptastjórum að því sameiginlega markmiði að tryggja að birtingar viðskiptavina séu á réttum stað á réttum tíma.
Starfið felur í sér töluverða skiplagsvinnu, mikil samskipti og álagspunkta sem er þó að miklu leyti hægt að lágmarka með góðu skipulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innköllun á markaðsefni frá viðskiptavinum
- Birting á markaðsefni í birtingakerfum Billboard og Símans
- Samskipti við viðskiptastjóra fyrirtækisins og viðskiptavini
- Gerð birtingaskýrslna með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi
- Eftirfylgni með árangri birtingaáætlana
- Þjónusta við markaðsráðgjafa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun- og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Skipulagshæfni og vandvirkni
- Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Eiga auðvelt með teymisvinnu
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í tali og riti
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt8. apríl 2025
Umsóknarfrestur22. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Innheimtufulltrúi í búvörudeild SS - 50% starf
SS - Sláturfélag Suðurlands

Sérfræðistörf á Álagningarsviði
Skatturinn

Starfsmaður óskast í lestun og skjalagerð
Seafood Service

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild
Hrafnista

Technical Support Specialist
Nox Medical

Móttökuritari
Tryggingar og ráðgjöf ehf.

Forstöðumaður bókasafns / skjalavarsla
Hrunamannahreppur

Bókari
Landhelgisgæsla Íslands

Verkefnisstjóri doktorsnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Datera ehf.

Launafulltrúi
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Skrifstofustjóri - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær